Ef Rússlandsmarkaður lokast gæti verðmæti á útfluttum sjávarafurðum frá Íslandi lækkað um 10 milljarða króna lauslega áætlað.

Þetta kom fram í máli Hermanns Stefánssonar, framkvæmdastjóra sölufyrirtækisins Iceland Pelagic, er hann fjallaði um framleiðslu og sölu á frystum uppsjávartegundum á Sjávarútvegsráðstefnunni.

Rússlandsmarkaður er mikilvægasti markaður okkar fyrir uppsjávarfisk. Um helmingur frystrar loðnu frá Íslandi fer til dæmis til Rússlands.

Hermann vék að framgöngu íslenskra stjórnvalda í Úkraínudeilunni. „Ég spyr hvort það sé áhættunnar virði að Ísland styðji viðskiptaþvinganir á Rússland með jafn afgerandi hætti og gert hefur verið eða hvort við ættum ekki að vera þöglir á hliðarlínunni,“ sagði Hermann.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.