Breytingar tóku gildi á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða um síðustu mánaðamót þar sem grásleppa verður eftirleiðis kvótabundin. Í lögunum er mælt fyrir um úthlutun aflamarks í grásleppu til nýliða. Landssamband smábátaeigenda hefur ákveðið að leita til umboðsmanns Alþingis vegna lagasetningarinnar.

Því aflamarki sem dregið er frá heildarafla grásleppu skv. 3. mgr. er ráðherra heimilt að úthluta gjaldfrjálst til þeirra sem eru að hefja grásleppuveiðar í fyrsta skipti. Ráðherra skal mæla nánar fyrir um úthlutun aflamarks til nýliða í reglugerð, m.a. um skilyrði til að teljast vera nýliði, skilyrði til úthlutunar, hámarksafla og ráðstöfun aflamarks sem ekki er úthlutað til nýliða innan hvers fisk[1]veiðiárs,“ segir í samráðsgátt.

Þrjár umsagnir hafa verið birtar í samráðsgátt um drög reglugerðarinnar, þar á meðal frá Landssambandi smábátaeigenda, LS. Samtökin ítreka þar þær kröfur sínar að lög um veiðistjórn grásleppu verði numin úr gildi.

Fært í fyrra horf eða frestað

„LS skorar á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að leggja fram frumvarp þegar Alþingi kemur saman í september. Í því verði kveðið á um að veiðistjórn grásleppu verði færð í fyrra horf,“ segir í umsögn LS. Til vara krefjast samtökin þess að ráðherra flytji frumvarp sem frestar framkvæmd laganna um eitt ár. LS gagnrýnir vinnubrögð meirihluta atvinnuveganefndar og telur að nefndarmenn hafi ekki haft hugmynd um afleiðingar þess frumvarps sem þeir samþykktu til 2. umræðu og varð nánast óbreytt að lögum. Með breytingu á frumvarpinu hafi á annað hundrað sjómenn verið sviptir rétti til grásleppuveiða.

Ákvæði sniðið fyrir stærri skip

„Jafnframt virðist það hafa verið skilningur formanns nefndarinnar að þeir sem ekki hefðu veiðireynslu gætu fengið úthlutað heimildum sem féllu til við frádrag á úthlutuðum leyfilegs heildarafla – 5,3%. Samkvæmt lögunum er hins vegar átt við aðila sem hefja grásleppuveiðar í fyrsta skipti. Heimildir til nýliða eiga því ekki við þá sem hófu veiðar á árunum 2023 og 2024 og eru að réttu nýliðar. – Spurt er hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun atvinnuveganefndar að sniðganga þá aðila sem höfðu útbúið sig til veiða á árunum 2023 og 2024, stunduðu veiðarnar þau ár, en eiga ekki rétt á nýliðunarkvóta. Aftur á móti er ákvæðið sniðið fyrir stærri skip, jafnvel uppsjávarskip sem ekki hafa stundað grásleppuveiðar en eiga rétt til nýliðunarkvóta.“

Breytingar tóku gildi á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða um síðustu mánaðamót þar sem grásleppa verður eftirleiðis kvótabundin. Í lögunum er mælt fyrir um úthlutun aflamarks í grásleppu til nýliða. Landssamband smábátaeigenda hefur ákveðið að leita til umboðsmanns Alþingis vegna lagasetningarinnar.

Því aflamarki sem dregið er frá heildarafla grásleppu skv. 3. mgr. er ráðherra heimilt að úthluta gjaldfrjálst til þeirra sem eru að hefja grásleppuveiðar í fyrsta skipti. Ráðherra skal mæla nánar fyrir um úthlutun aflamarks til nýliða í reglugerð, m.a. um skilyrði til að teljast vera nýliði, skilyrði til úthlutunar, hámarksafla og ráðstöfun aflamarks sem ekki er úthlutað til nýliða innan hvers fisk[1]veiðiárs,“ segir í samráðsgátt.

Þrjár umsagnir hafa verið birtar í samráðsgátt um drög reglugerðarinnar, þar á meðal frá Landssambandi smábátaeigenda, LS. Samtökin ítreka þar þær kröfur sínar að lög um veiðistjórn grásleppu verði numin úr gildi.

Fært í fyrra horf eða frestað

„LS skorar á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að leggja fram frumvarp þegar Alþingi kemur saman í september. Í því verði kveðið á um að veiðistjórn grásleppu verði færð í fyrra horf,“ segir í umsögn LS. Til vara krefjast samtökin þess að ráðherra flytji frumvarp sem frestar framkvæmd laganna um eitt ár. LS gagnrýnir vinnubrögð meirihluta atvinnuveganefndar og telur að nefndarmenn hafi ekki haft hugmynd um afleiðingar þess frumvarps sem þeir samþykktu til 2. umræðu og varð nánast óbreytt að lögum. Með breytingu á frumvarpinu hafi á annað hundrað sjómenn verið sviptir rétti til grásleppuveiða.

Ákvæði sniðið fyrir stærri skip

„Jafnframt virðist það hafa verið skilningur formanns nefndarinnar að þeir sem ekki hefðu veiðireynslu gætu fengið úthlutað heimildum sem féllu til við frádrag á úthlutuðum leyfilegs heildarafla – 5,3%. Samkvæmt lögunum er hins vegar átt við aðila sem hefja grásleppuveiðar í fyrsta skipti. Heimildir til nýliða eiga því ekki við þá sem hófu veiðar á árunum 2023 og 2024 og eru að réttu nýliðar. – Spurt er hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun atvinnuveganefndar að sniðganga þá aðila sem höfðu útbúið sig til veiða á árunum 2023 og 2024, stunduðu veiðarnar þau ár, en eiga ekki rétt á nýliðunarkvóta. Aftur á móti er ákvæðið sniðið fyrir stærri skip, jafnvel uppsjávarskip sem ekki hafa stundað grásleppuveiðar en eiga rétt til nýliðunarkvóta.“