,,Veiði á rauðmaga og grásleppu hefur minnkað mikið og það er eingöngu ofveiði um kenna enda þverbrjóta menn öll lög um fjölda neta í sjó. Ég fullyrði að mikil fjöldi grásleppubáta sé með mun fleiri net í sjó en leyfilegt er,” segir Sverrir Ólafsson trillukarl á Elvu Björg SI frá Siglufirði í samtali við Fiskifréttir.
,,Það segir sig sjálft að það sendir enginn 15 eða 20 tonna bát á sjó til að vitja um 150 net. Það einfaldlega borgar sig ekki. Fyrir vikið fá fiskifræðingar snarvitlausar tölur um fjölda neta og reikna með að aflinn fáist í mun færri net en raunin er. Og það sem meira er, það vita allir af þessu vandamáli. Góð leið til að hafa stjórn á veiðunum er að gefa út óframseljanlegan kvóta sem felst í ákveðnu magni á mann eins og gert er í Norður-Noregi,” segir Sverrir.
Sjá nánar viðtal við Sverri í Fiskifréttum.