Um helmingur kvóta krókaaflamarksbáta er í höndum útgerða sem reka jafnframt fiskvinnslu. Samþjöppun í litla kerfinu heldur áfram og tíu stærstu eiga rúm 37% kvótans, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Hjálmar ehf. á Fáskrúðsfirði, dótturfélag Loðnuvinnslunnar, er stærsta útgerðin í krókaaflamarkskerfinu, með 4,3% aflahlutdeild og 1.881 þorskígildistonna kvóta, samkvæmt nýju yfirliti frá Fiskistofu um kvótastöðu 50 stærstu útgerða í krókaaflahlutdeild 2017. Hjálmar gerir út Sandfell SU. Næst í röðinni kemur Grunnur ehf. í Hafnarfirði með 4,14% af heild. Grunnur gerir út bátana Kristján HF og Steinunni HF. Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík er í þriðja sæti með 4,13% hlut. Jakob Valgeir gerir út Jónínu Brynju ÍS, Fríðu Dagmar ÍS og Guðmund Einarsson ÍS.
Sjá nánar ítarlega úttekt í nýjustu Fiskifréttum.