Norsk loðnuskip hafa svo gott sem veitt upp loðnukvóta sinn í Barentshafi að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Í síðustu viku veiddust um 8.300 tonn sem er svipað magn og vikuna á undan. Aflinn fékkst nærri ströndinni í kringum Magerøy.
Verð á uppboðum hefur verið frá 1,80 krónum (33,7 ISK) og upp í 2,40 krónur á kíló (44,9 ISK).
Árskvóti norskra loðnuskipa í Barentshafi er 38.980 tonn.