Nú fer að líða að lokum loðnuvertíðarinnar í Noregi. Heildarkvóti norskra skipa nemur 275.000 tonnum og nú eru eftir óveidd tæp 30.000 tonn eða rösklega tíu af hundraði aflaheimildanna.
Samkvæmt frétt á vef Norsku síldarsölusamtakanna veiddust 31.000 tonn í síðustu viku og fóru 8.000 tonn í bræðslu en 23.000 tonn í manneldisvinnslu, ýmist í loðnuhrogn eða frysta hrognaloðnu. Veiðarnar hafa fari fram meðfram eldilangri strönd Finnmerkur í Norður-Noregi.
Hráefnisverð fyrir loðnuna til manneldis er að meðaltali 2,35 NOK (jafnvirði 48 ISK) og meðalverð til bræðslu er 1,89 NOK (39 ISK).