Loðnuvertíðin hófst í Noregi fyrir nokkru en afraksturinn hefur verið slakur fram að þessu. Norsk skip hafa veitt 8.000 tonn af 72.000 tonna kvóta sínum.

Í Fiskeribladet/Fiskaren í dag segir að stærð loðnunnar til manneldisvinnslu hafi einnig valdið vonbrigðum. Ákjósanlegt væri að 45 stykki væru í kílóinu þegar um afla  til manneldisvinnslu væri að ræða en loðnan til vinnslu hefur verið upp í 60 stykki í kílói.