Stefnt er að því að tvö loðnuskip, Heimaey VE og Polar Amaroq, ásamt tveimur rannsóknaskipum Hafrannsóknastofnunar mæli stærð loðnustofnsins í janúar næstkomandi. Þá er jafnframt fyrirhugað að áður en mæling fari fram verði tvö skip, Venus NS og Víkingur AK, búin að grófleita það svæði sem búast má við að loðna gæti verið.

Þetta kemur fram í Fiskifréttum. Hingað til hafa veiðiskip lagt rannsóknaskipunum lið í leit að loðnu en nú er ætlunin að þau vinni sem rannsóknaskip með sérfræðinga um borð. Þetta mun flýta fyrir mælingunni og auðvelda vinnuna, ekki síst í rysjóttri tíð eins og oft vill verða á þessum árstíma, að sögn Þorsteins Sigurðssonar sviðsstjóra uppsjávarlífríkis á Hafrannsóknastofnun.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.