Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson hafa verið í haustralli síðustu tíu daga vestur af landinu, en nú fer að koma að því að Árni geri hlé á þeim rannsóknum og snúi sér að loðnunni.

Að sögn Þorsteins Sigurðssonar hjá Hafrannsóknastofnun mun skipið byrja úti fyrir Norðurlandi og halda þaðan vestur á bóginn. Hugað verður bæði að ungloðnu og hrygningarloðnu og bíða sjálfsagt margir spenntir eftir því hvað út úr leiðangrinum komi í ljósi þeirrar óvissu sem ríkt hefur um loðnustofninn.

Sjá má feril rannsóknaskipanna á vef Hafrannsóknastofnunar, HÉR