Nú standa yfir mælingar á ungloðnu í leiðangri á Árna Friðrikssyni við Austur-Grænland og norður af Íslandi. Jafnframt fara fram mælingar á veiðistofni loðnu á þessum slóðum. Dreifð loðna hefur fundist nyrst á leitarsvæðinu en skipið er ekki komið á þær slóðir sem ungloðnan heldur sig, að því er Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir.
Leiðangurinn hófst 16. september og gert er ráð fyrir að hann taki þrjár vikur. Farið var allt norður á 73°30N og kantinum við Austur-Grænland fylgt suður. Þegar rætt var við Svein í gær var Árni Friðriksson staddur um 69°N. „Við fundum loðnuræping suður með kantinum en engar sérstakar lóðningar. Þetta er allt fullorðin loðna en við höfum ekki fundið ungloðnu að neinu ráði ennþá. Við erum heldur ekki komnir á þær slóðir sem ungloðnan hefur haldið sig undanfarin ár á þessum tíma,“ sagði Sveinn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.