Um hádegisbilið var hafinn undirbúningur að minnstu loðnuvertíð í manna minnum. Hámarks leyfilegur afli verður tæp 8.600 tonn og af því fara tæp 4.500 tonn til íslenskra skipa.
Verið var að koma loðnunót um borð í Sigurð VE þegar Óskar P. Friðriksson mundaði myndavélina. Sem dæmi um það sýnishorn sem þessi vertíð verður að öllu óbreyttu má nefna að Loðnuvinnslunni í Fáskrúðsfirði er úthlutað 78 tonnum. Ísfélagið fær úthlutað 886 tonnum og Síldarvinnslunni 820 tonnum.

Sigurður VE tilbúinn til loðnuveiða. FF MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON