Polar Ammassak og Heimaey eru nú lögð af stað til loðnumælingar. Uppsjávarskipsins tvö slást þar með í hópinn með rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni sem hóf mælingar fyrir norðvestur af landinu á laugardag.

Eins og fram hefur komið er ætlunin að Árni Friðriksson verði við mælingar á loðnu í allt að fimmtán dag. Polar Ammassak og Heimaey munu leita fyrir norðaustur af Langanesi og síðan fyrir Norðurlandi til móts við Árna áður en rannsóknaskipið snýr aftur og leitar að nýju þar sem leiðangur þess hófst fyrir norðvestur af Vestfjörðum.