Norðmenn sjá fram á gríðarlegan samdrátt í loðnuveiðum á næsta ári. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að aðeins verði leyft að veiða 15.000 tonn árið 2014 en á yfirstandandi ári var kvótinn 200.000, árið áður 320.000 tonn og árið þar á undan  380.000 tonn.

Veiðiráðgjöfin fyrir næsta ár grundvallast á rannsóknum sem sýna að hrygningarstofn loðnunnar hefur minnkað mikið milli ára og er hann talinn verða um 375.000 tonn á næsta ári. Samdráttur hrygningarstofnsins er talin stafa af veiðum og afráni sem rekja má til stórs þorskstofns, að því er fram kemur á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.

Ákvörðun um loðnukvóta næsta árs verður tekinn á fundi norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar sem haldinn er í St. Pétursborg í þessari viku.