Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið út nýjar reglugerðir um loðnuveiðar Norðmanna og Færeyinga við Ísland nú eftir að loðnukvótinn hefur verið aukinn.

Norðmenn mega í heild veiða 50.582 tonn í íslenskri lögsögu (áður útgefinn kvóti var 40.200 tonn) og Færeyingar mega veiða 29.000 tonn (áður útgefinn kvóti var 13.000 tonn).

Norðmenn fá því um 10 þús. tonna aukningu og Færeyingar 16 þús. tonna viðbót.