Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða. Aukningin nemur alls 65 þúsund tonnum og fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn. Heildarheimildir til loðnuveiða á fiskveiðiárinu eru nú 390 þúsund tonn og þar af fara um 317 þúsund tonn til íslenskra fiskiskipa.