Íslendingar fá aðeins 12.155 tonna loðnukvóta í ár, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá sjávarútvegsráðuneytinu af 57 þúsund tonna heildarkvóta. Norðmenn fá hins vegar í sinn hlut 40 þúsund tonn, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna. Fyrr í morgun sögðust norskir útvegsmenn fá 42 þúsund tonn en hafa birt leiðréttingu þar sem þeir ofmátu kvóta sem þeir fá frá ESB.
Loðnukvótinn skiptist þannig milli strandríkja í fyrstu umferð að Ísland færi 81% í sinn hlut, eða 46.1700 tonn, Grænland fær 11% eða 6.270 tonn og Noregur fær 8%, eða 4.560 tonn.
Íslendingar láta frá sér stóran hluta kvóta síns til Noregs, eða 31.165 tonn vegna Smugusamningsins svonefnda. Norðmenn eru með samning við ESB sem gefur þeim stóran skerf af loðnukvóta Grænlendinga. Þegar þetta er allt lagt saman þá standa Norðmenn eftir með 70% af loðnukvótanum en Íslendingar fá aðeins 20%.
Þá láta Íslendingar Færeyinga fá 2.850 tonn af loðnu af kvóta sínum.