Frysting á loðnuhrognum hefst á vegum HB Granda á Akranesi á dag. Lundey NS hefur verið að loðnuveiðum við Reykjanes og kom skipið til Akraness fyrr í gær með um 1.100 tonna loðnufarm. Stutt er á miðin frá Akranesi og tók siglingin þangað aðeins um tvo tíma.

Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. Þar segir ennfremur að ef sjávarútvegsráðherra auki loðnukvótann í samræmi við ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar frá því í gær aukist kvóti HB Granda um rúmlega 10 þúsund tonn og verði 57 þúsund tonn á vertíðinni. Búið er að veiða um helming þess magns en eftirstöðvar kvótans eru nú um 28 þúsund tonn.