Íslensk skip fiskuðu fyrir tæplega 11 milljarða króna í febrúar síðastliðnum, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Í sama mánuði í fyrra var aflaverðmætið 17 milljarðar. Mismunurinn er 36%.
Mikil samdráttur í loðnuveiðum hefur þar mest að segja. Aflaverðmæti loðnu nam 1.849 milljónum króna í febrúar sl. samanborið við 6.911 milljónir í febrúar 2013. Þetta er 73% samdráttur.
Einnig veiddist mun minna af skelfiski en í sama mánuði í fyrra.
Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá mars 2013 til febrúar 2014 dróst saman um 11% miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti botnfiskafla dróst saman um 6% milli tímabilanna.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.