Í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að Íslendingar hófu hagnýtingu á loðnu verður haldin ráðstefna við Háskólann á Akureyri föstudaginn 5. september 2014. Markmiðið með ráðstefnunni er að ná heildstæðu yfirliti um nýtingu á loðnu og sýna hvað hefur áunnist á fimmtíu árum.
Farið verður yfir stöðu stofnsins, þróun iðnaðar, helstu afurðir og markaði, efnahagslegt mikilvægi loðnu og möguleg sóknarfæri. Sérstök áhersla verður lögð á tækniþróun í veiðum og vinnslu, bætta meðferð afla og aukna umhverfisvitund.
Í fréttatilkynningu um ráðstefnuna segir að nýting loðnustofnsins þessi fimmtíu ár ætti að gefi fiskveiðistjórn Íslendinga góð meðmæli þar sem stofninn sé enn sjálfbær þrátt fyrir að búið sé að veiða 32 milljónir tonna á þessu tímabili.
Sjá nánar um ráðstefnuna og dagsskrá hennar HÉR.