Grænlensku skipin Tuneq (áður Þorsteinn ÞH) og Tasilaq (áður Guðmundur VE) hafa fengið leyfi til loðnuveiða við Austur-Grænland. Verið er að gera skipin klár til veiðanna og leggja þau af stað nú undir helgi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Útgerð skipanna, Royal Greenland Pelagic, hefur fengið úthlutað um 10 þúsund tonnum af loðnu af hlut Grænlands í heildaraflamarki loðnu á vertíðinni 2014/2015. Skipin tvö verða að veiðum norðarlega við austurströnd Grænlands, norður undir Scoresbysund. Loðnan verður fryst um borð fyrir markaði í Austur-Evrópu og víðar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.