Veiðst hafa 32 milljónir tonna af loðnu á þeim liðlega 50 árum sem liðin eru frá byrjað var að hagnýta þessa fisktegund í stórum stíl á Íslandi. Það gera rúmlega 640 þúsund tonn að meðaltali á ári.

Ársafli loðnu hefur sveiflast mjög mikið á þessu tímabili, frá því að vera enginn eitt árið upp í að verða 1,3 milljónir tonna. Útflutningsverðmæti loðnuafurða endurspeglaði nokkuð vel ársaflann allt til ársins 2006 en frá þeim tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á mjöl- og lýsisverði. Athyglisvert er að verðmæti loðnuafurða á  virði ársins 2013 var jafnmikið árið 2013 og árið 2002, þótt aflinn í fyrra hefði verið 600 þúsund tonnum minni.

Þessar upplýsingar komu fram í fyrirlestri Harðar Sævaldssonar kennara við Háskólann á Akureyri á loðnuráðstefnu sem haldinn var nyrðra í síðustu viku.

Nánari umfjöllun er í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.