,,Það kemur örugglega mörgum á óvart hve loðnan er mikið lostæti en hún er góð sem forréttur og reyndar við öll tækifæri. Það er einkar ljúft að finna stökk hrognin kremjast undir tönnum þegar hennar er neytt.“

Gunnþór Ingvason matreiðir loðnu fyrir samstarfsfólk sitt. (Mynd: Þórhildur Eir).
Gunnþór Ingvason matreiðir loðnu fyrir samstarfsfólk sitt. (Mynd: Þórhildur Eir).
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Svo segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Og til þess að sanna þessa fullyrðingu tók Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sig til á dögunum og matreiddi dýrindis loðnurétt sem skrifstofufólki fyrirtækisins var boðið að gæða sér á.

Og þessar leiðbeiningar um matreiðsluna fylgja með: Loðnan sem matreiða skal úr er fyrst lögð í saltpækil í nokkrar klukkustundir og síðan hengd upp og þurrkuð. Þá er hún millilögð og fryst. Þegar að matreiðslunni kemur er loðnan tekin, þýdd upp og steikt á pönnu. Eins má reykja loðnuna eftir að hún hefur verið þýdd eða grilla hana.

Sjá nánar á vef Síldarvinnslunnar .