Fiskimjölsverksmiðjur landsins fengu heldur meira hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu árið 2011 en árið á undan. Aukningin var um 17%. Munar þar mestu um aukinn loðnuafla, að því er fram kemur í samantekt í nýjustu Fiskifréttum.

Á árinu 2011 tóku fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi á móti um 488 þúsund tonnum af hráefni til bræðslu, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Loðnan er mikilvægasta hráefnið. Um 340 þúsund tonn voru brædd af loðnunni sem er um 70% af hráefni verksmiðjanna á síðasta ári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.