Reyndir togaraskipstjórar í norska flotanum hafa rekist á meiri loðnu en nokkru sinni fyrr í Barentshafi, að því er fram kemur í frétt á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Rætt er við Lars Kåre Storås, skipstjóra á frystitogaranum Ramoen. Hann segir að loðna sé um allt. Hann viti ekki nákvæmlega hve mikið en það hljóti að vera gríðarlegt magna því þeir hafi siglt í 12 til 15 tíma og ekki séð neitt nema loðnu.
Loðnan leynir sér heldur ekki við þorskveiðarnar því þorskurinn er troðfullur af loðnu, feitur og vel haldinn.
Lars Kåre Storås hefur stundað sjóinn frá árinu 1978 og hann segist aldrei fyrr hafa séð jafnmikið af loðnu á þessum slóðum og nú.