Norsku loðnuskipin eru byrjuð að koma með loðnu að landi á Íslandi.

Norsku skipin Fiskebas og Eros lönduðu loðnu til frystingar hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í gær, en áður hafa verið fluttar fréttir af því að norska loðnuskipið Ligrunn hafi komið með afla til Neskaupstaðar í gær sem einnig var tekin til manneldisvinnslu.