Fimm norskir loðnubátar hafa lagt upp sumarloðnu til frystingar og bræðslu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði undanfarna daga, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu.

Þessir bátar eru Nordervon, Gerda María, Havglans, Rogne og Raw sem kom með um 800 tonn í fyrradag. Samtals hafa þessi skip landað um 4.500 tonnum. Þetta er góð viðbót fyrir fyrirtækið, segir á vef Loðnuvinnslunnar.