Ístogarinn Ljósafell SU 70 kom til hafnar í Fáskrúðsfirði í gær með fullfermi, 110 tonn. Aflinn var 45 tonn af ýsu, 45 tonn af karfa, 4 tonn af þorski og annar afli. Skipið fer aftur út kl. 16.00 í dag. Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar segir einnig að færeyska skipið Norðingur KG hafi landað fyrir nokkrum dögum 1.900 tonnum af kolmunna sem fór í bræðslu hjá Loðnuvinnslunni. Afli skipsins fékkst um 300 mílur frá Fáskrúðsfirði, austur af Færeyjum.