Ljósafell SU landaði um helgina í Reykjavík en veðrið hefur haft áhrif á framgang veiðanna, ekki síst á norðaustan- og austanverðu landinu síðustu daga.
Alls var landað um 76 tonnum, þar af voru 24 tonn af þorski, 39 tonn af gullkarfa, 7 tonn af ýsu og 5 tonn af ufsa. Blandaður afli var um 2 tonn.
Áhöfnin dvaldist í höfuðborginni en til stóð að skipið héldi aftur á veiðar eftir hádegi í dag.