Litlar breytingar hafa orðið milli ára á hlut stærstu útgerðanna í heildarveiðiheimildunum, samkvæmt nýju yfirliti Fiskistofu.
Tíu kvótahæstu útgerðirnar í aflamarkinu eru með rúmlega 55% heildaraflaheimildanna og tíu hæstu krókaaflamarksútgerðirnar hafa 35% veiðiheimildanna í sínum flokki til ráðstöfunar.
HB Grandi er nú sem fyrr langkvótahæsta útgerðin með 11,78% af heildinni en ekkert fyrirtæki má hafa yfir að ráða meira en 12% allra veiðiheimildanna í þorskígildum í aflamarkskerfinu.
Stakkavík í Grindavík er langstærsta krókaaflamarksútgerðin með 7,26% af heildarhlutdeildinni í þorskígildum. Kvótaþakið þar er 5% og hefur Stakkavík lögum samkvæmt frest til 1. september n.k. til að lagfæra stöðu sína.
Nánari upplýsingar um kvótahæstu útgerðirnar eru í Fiskifréttum