Nýr bátur sem bátasmiðjan Seigla á Akureyri er að smíða verður afhentur norskum kaupendum í Bodö í Noregi sumar. Á norska sjávarútvegsvefnum KystogFjord er báturinn í gamni kallaður „Saga K light“ en um er að ræða smækkaða útgáfu af Sögu K sem Íslendingar í Noregi hafa gert út með mjög góðum árangri eins og margir vita.
Þessi litla systir Sögu K er 11 metrar á lengd í stað 15 metra, hún er útbúin línuvélakerfi með 20.000 krókum eða 6.000-10.000 færri krókum en stóra systir, en 5.000-8.000 krókum fleira en aðrir 11 metra bátar í Noregi. Lestarrými er fyrir um það bil 15 tonn af fiski í 32 körum en báturinn ber án vandræða 20-25 tonn, að því er haft er eftir Sander Nieuwstad sölustjóra hjá Seiglu.