Níu norsk skip hafa landað 13.600 tonnum af kolmunna sem fengist hafa á veiðisvæðinu vestur af Írlandi. Aðeins um 600 tonnum hefur verið landað til manneldisvinnslu. Hinu hefur verið landað í fiskimjölsverksmiður í Noregi og Danmörk, að því er fram kemur á vef norska Síldarsamlagsins.

Fram kemur að það verð sem írskir kaupendur vilja greiða fyrir kolmunna til manneldisvinnslu valdi miklum vonbrigðum. Í fyrra tók verksmiðjan í Killybegs á Írlandi á móti 70 þúsund tonnum af kolmunna snemma á vertíðinni. Verð til manneldisvinnslu var þá tiltölulega hátt, byrjaði í 3 krónum norskum á kíló (um 70 ISK) en meðalverð allt árið var 2,48 krónur. Ekki fylgir sögunni hvaða verð Írar bjóða að þessu sinni fyrir kolmunnann.

Á síðasta ári veiddu norsk skip 118 þúsund tonn af kolmunna og þar af fóru aðeins 16 þúsund tonn til fiskimjölsframleiðslu. Heildarkvóti í kolmunna í ár er 643 þúsund tonn. Hlutur Norðmanna er rúm 155 þúsund tonn.