Það er stundum sagt að Íslendingar séu stór sjávarútvegsþjóð á heimsvísu. Það má til sanns vegar færa en þegar kemur að því að bera veltu íslensku fyrirtækjanna saman við erlendu risana blikna þau í samanburðinum.
Þannig nema árstekjur stærsta sjávarútvegsfyrirtækis veraldar, Maruha Nichiro, sem svarar yfir 1.000 milljörðum íslenskra króna og starfsmenn eru ríflega 12.000 talsins. Til samanburðar má nefna að samtals 8.000 manns starfa í fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi og útflutningsverðmæti greinarinnar í heild árið 2014 voru í kringum 250 milljarðar króna, einn fjórði af veltu japanska risans.
Þetta kemur fram í samantekt í sjávarútvegsriti, sem Arion banki gaf út í tengslum við nýafstaðna Sjávarútvegsráðstefnu. Stærsta íslenska fyrirtækið í íslenska sjávarútvegsgeiranum á árinu 2014, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar, var Icelandic Group með um 90 milljónir í veltu á síðasta ári og á eftir kom Samherji með 78 milljarða.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.