Hópur vísindamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að hætta á geislavirkri mengun frá Fukushima kjarnorkuverinu sem skemmdist í jarðskjálftunum í Japan fyrir tveimur árum sé minni en gert hafi verið ráð fyrir. Þeir segja einnig að hugsanleg mengunaráhrif slyssins á fiskistofna í Kyrrahafi sé orðum auknar.

Eftir slysið var fiskiskipum bannað að veiða utan við strendur Japan og í kjölfari óx innflutningur á fiski til Japan m.a. frá Noregi og Bandaríkjunum.

Í skýrslu vísindamanna segir að litlar líkur séu á að fólk sem borðar fisk sem veiddur er við strendur Japan eigi á hættu að verða fyrir geislaeitrun að minnsta kost ekki í meira mæli en þeir sem borða annan japanskan mat.