Lítið brann inni af kvóta um þessi fiskveiðiáramót eftir að búið var að nýta allar geymslur og heimildir til tegundatilfærslu. Rösklega 300 tonn af ufsakvóta og um 200 tonn af leigukvóta ríkisins í skötusel duttu dauð niður en mun minna af öðrum tegundum.
Sé litið á tegundatilfærslur um þessi fiskveiðiáramót kemur í ljós að mest hefur verið búið til af gullkarfakvóta úr öðrum tegundum eða rúmlega 2.500 tonn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.