Um tylft íslenskra uppsjávarskipa var við makrílveiðar í Smugunni, miðja vegu milli Íslands og Noregs, og fleiri á leið þangað. Fremur dauft hljóð var í mannskapnum því veiðar gengu ekki sem best og það sem fékkst var smár makríll nánast fullur af átu. Makríllinn veiðist ekki lengur innan íslenskrar lögsögu en menn vonast til að rætist úr veiðinni á alþjóðlega hafsvæði þegar fram á líður.

Útgefið aflamark á þessu ári er rúm 127 þúsund tonn og til þessa hafa veiðst rúm 38 þúsund tonn. Það hafði verið kaldi á miðunum en komið besta veður þegar rætt var við Birki Hreinsson skipstjóra á Vilhelmi Þorsteinssyni EA. Hann og Margrét EA eru í samstarfi við uppsjávarskip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Börk NK og Barða NK. Skipin voru búin að taka eitt hol hvert og höfðum fengið 650 tonn samtals í fyrrakvöld.

Birkir Hreinsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA.
Birkir Hreinsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA.

„Það var nú allt og sumt og svo erum við að hífa núna og útlit fyrir enn minna magn,“ segir Birkir. Aflinn fer í Vilhelm Þorsteinsson EA og sagði Birkir útlit fyrir að haldið yrði til lands í Neskaupstað um kvöldið [í gærkvöld] til að koma aflanum sem ferskustum í land.

Ekki meira á Íslandsmiðum

„Þetta er mun smærri makríll en heima á Íslandsmiðum. Við erum með kerfi til að mæla átu. Með fimm punktum er hann fullur af átu og þessi makríll er með tæpa þrjá punkta. Aflinn er erfiður í vinnslu meðan það er svona mikil áta í honum. Það takmarkar mjög hvað hægt er að gera úr hráefninu.“

Fjöldi íslenskra uppsjávarskipa voru í einum hnapp á miðunum og var sami gangur á veiðunum hjá öllum. Flotinn var að hífa í fyrradag allt frá 30 tonnum upp í 240-250 tonn hvert skip. Birkir segir þetta mikla þolinmæðisvinnu. Hann segir mikla ferð á makrílnum. Auk þess er lítið af honum og hann dreifður. Þess vegna sé erfitt að koma auga á hann.

„Það var allur makríll farinn af Íslandsmiðum og við fengum ekkert síðasta eina og hálfa sólarhringinn sem við vorum þar. Það var um svipað leyti í fyrra sem við gáfumst upp í íslenskri lögsögu. Maður vonar það að það komi einhverjir góðir dagar hérna í Smugunni en ég held það verði ekki meira í íslenskum sjó þessa vertíðina.“

Um tylft íslenskra uppsjávarskipa var við makrílveiðar í Smugunni, miðja vegu milli Íslands og Noregs, og fleiri á leið þangað. Fremur dauft hljóð var í mannskapnum því veiðar gengu ekki sem best og það sem fékkst var smár makríll nánast fullur af átu. Makríllinn veiðist ekki lengur innan íslenskrar lögsögu en menn vonast til að rætist úr veiðinni á alþjóðlega hafsvæði þegar fram á líður.

Útgefið aflamark á þessu ári er rúm 127 þúsund tonn og til þessa hafa veiðst rúm 38 þúsund tonn. Það hafði verið kaldi á miðunum en komið besta veður þegar rætt var við Birki Hreinsson skipstjóra á Vilhelmi Þorsteinssyni EA. Hann og Margrét EA eru í samstarfi við uppsjávarskip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Börk NK og Barða NK. Skipin voru búin að taka eitt hol hvert og höfðum fengið 650 tonn samtals í fyrrakvöld.

Birkir Hreinsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA.
Birkir Hreinsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA.

„Það var nú allt og sumt og svo erum við að hífa núna og útlit fyrir enn minna magn,“ segir Birkir. Aflinn fer í Vilhelm Þorsteinsson EA og sagði Birkir útlit fyrir að haldið yrði til lands í Neskaupstað um kvöldið [í gærkvöld] til að koma aflanum sem ferskustum í land.

Ekki meira á Íslandsmiðum

„Þetta er mun smærri makríll en heima á Íslandsmiðum. Við erum með kerfi til að mæla átu. Með fimm punktum er hann fullur af átu og þessi makríll er með tæpa þrjá punkta. Aflinn er erfiður í vinnslu meðan það er svona mikil áta í honum. Það takmarkar mjög hvað hægt er að gera úr hráefninu.“

Fjöldi íslenskra uppsjávarskipa voru í einum hnapp á miðunum og var sami gangur á veiðunum hjá öllum. Flotinn var að hífa í fyrradag allt frá 30 tonnum upp í 240-250 tonn hvert skip. Birkir segir þetta mikla þolinmæðisvinnu. Hann segir mikla ferð á makrílnum. Auk þess er lítið af honum og hann dreifður. Þess vegna sé erfitt að koma auga á hann.

„Það var allur makríll farinn af Íslandsmiðum og við fengum ekkert síðasta eina og hálfa sólarhringinn sem við vorum þar. Það var um svipað leyti í fyrra sem við gáfumst upp í íslenskri lögsögu. Maður vonar það að það komi einhverjir góðir dagar hérna í Smugunni en ég held það verði ekki meira í íslenskum sjó þessa vertíðina.“