Norsku loðnuskipin Endre Dyrøy og Havglans hafa verið við loðnuleit og tilraunaveiðar á loðnu í Jan Mayen lögsögunni. Í síðustu viku hafði lítið sem ekkert fundist af loðnu.

Þetta kemur fram í frétt á vef norska síldarsamlagsins. Norska rannsókna skipið G.O. Sars er einnig á þessum slóðum. Í tilkynningu frá skipunum segir að veður sé eins og best verður á kosið en lítið líf að sjá og fátt um hvali og sjófugla.