Lítið brottkast mældist á þorski og ýsu í línu- og botnvörpuveiðum árið 2013 samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Hafrannsóknastofnun.
Mælingar á brottkasti 2013 beindust eingöngu að þorski og ýsu í línu- og botnvörpuveiðum. Mælingar í neta- og dragnótaveiðum lágu niðri vegna fjárskorts.
Brottkast þorsks árið 2013 í línuveiðum var 0,12%, en mun meira í botnvörpuveiðum eða 0,97%, sem jafngildi 951 tonni og 3,9 milljónum fiska. Í heild var brottkast þorsks í þessum veiðum 0,6% og því tæpur helmingur meðalbrottkasts þorsks tímabilið 2001-2013.
Brottkast ýsu var ekkert í línuveiðum, en 0,24% í botnvörpuveiðum. Í heild var brottkast ýsu í þessum veiðum 0,12% og er það þriðja minnsta brottkast tímabilsins frá 2001.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.