Lítið fannst af þorskseiðum á fyrsta ári (núll-grúppu) í Barentshafi í nýafstöðnum rannsóknaleiðangri norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Þetta er mikill viðsnúningur því síðustu sex árin hefur nýliðun í þorski verið mjög góð.
Þorskseiði fundust á stórum svæðum en þéttleiki var lítill nema á takmörkuðum svæðum. Því má búast við að þorskárgangurinn 2015 verði mjög lélegur, segir Elena Eriksen fiskifræðings á norsku hafrannsóknastofnuninni. Frá þessu er skýrt á vef stofnunarinnar.