Hákarlaveiðar í vetur og vor hafa litlu skilað þeim fáu sjómönnum sem lagt hafa hákarlalínu í sjó. Stefán Guðjónsson á Eskifirði, sem stundað hefur þessar veiðar í áraraðir, fékk aðeins tvo hákarla í allan vetur og komu þeir báðir í síðustu vitjuninni.

Hildibrandur Bjarnason hákarlaverkandi í Bjarnarhöfn segir erfitt að fá nóg af hákarli af Íslandsmiðum til verkunar og hafi hann þurft að leita til skipa sem veiða við Grænland.

Nánar er rætt við Stefán og Hildibrand í Fiskifréttum.