Allsherjarlúðuveiðibann tók gildi um síðustu áramót sem kunnugt er. Þessar ráðstafanir fela meðal annars í sér að sjómönnum er skylt að sleppa lífvænlegri lúðu aftur í sjóinn. En hversu líklegt er að sú lúða lifi af?
,,Rannsóknir vestanhafs hafa leitt í ljós að lúða sem veidd er á línu eigi mestu lífsmöguleikana. Tilraunir sem Bandaríkjamenn gerðu í Kyrrahafinu bentu til þess að best væri að skera á tauminn þannig að fiskurinn kæmi ekki inn fyrir borðstokkinn,“ segir Jónbjörn Pálsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun í viðtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar ítarlegt viðtal í Fiskifréttum í dag.