Fiskistofa hefur birt á heimasíðu sinni tilkynningu um að frá og með 5. mars verði felld niður línuívilnun í þorski. Við ákvörðunina styðst stofnunin við 3. grein reglugerðar um línuívilnun.
Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að LS muni halda áfram að þrýsta á ráðherra um að auka við þorskheimildir til línuívilnunar. „Það var verulegt áfall fyrir útgerðir dagróðrabáta sem stóla á línuívilnun að heimildir til hennar hafi minnkað jafnt og þétt undanfarin ár. Nú milli fiskveiðiára úr 1.215 tonnum í 800 tonn.“
Alls hafa 49 bátar nýtt sér línuívilnun það sem af er fiskveiðiárinu gerðir út frá 28 stöðum.
Staða línuívilnunar í þorski og ýsu 4. mars:
