Línubátar sem gerðir eru út frá Sandgerði hafa verið að mokveiða þorsk skammt undan landi. Sumir hafa verið að fá yfir 400 kg á bala sem telst mokveiði.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í löndun við höfnina í Sandgerði og tók meðal annars tali Halldór Ármannsson á Stellu GK sem var að landa um 7 tonnum af vænum þorski sem fékkst á 36 bala skammt undan landi við Sandgerði.
Sjá nánar á
vef Víkurfrétta.