Á síðasta laugardag lifnaði heldur betur yfir Breiðafirði að loknu hrygningarstoppi, að því er fram kemur á vef Snæfellsbæjar. Veiðar máttu hefjast klukkan 10 um morguninn og fóru margir bátar á sjó.

Veiðarnar hófust þó ekki af sama krafti í ár og þær gerðu í fyrra, en menn eru enn vongóðir um að það lagist en mikill straumur er þessa dagana.

Einnig mátti hefja rækjuveiðar þennan dag og hófu fimm bátar  veiðar,  þar af tveir bátar úr Snæfellsbæ.