Á grænlenska vefnum Sermitsiaq.ag er vakin athygli á nýju myndbandi á Youtube sem tekið var um borð í grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq.

Skipið er í hugum Íslendinga að vissan hátt hluti af íslenska fiskiskipaflotanum, þar sem það er að einum þriðja í eigu Síldarvinnslunnar, það landar afla sínum að langmestu leyti á Íslandi og skipstjórarnir eru íslenskir, Geir Zöega og Halldór Jónasson. Þá má minna á að Polar Amaroq hefur tekið þátt í loðnumælingum við Ísland upp á síðkastið í samvinnu við Hafrannsóknastofnun enda íslensk veiðiskip stopp vegna verkfalls.

Grænlendingar eru stoltir af því að eiga svona glæsilegt skip og á grænlenska vefnum er bent á að myndefni eins og þetta geti orðið ungum Grænlendingum hvatning til að mennta sig í fögum tengdum  sjávarútvegi.

Myndbandið má sjá HÉR.