Það hefur verið líf og fjör um borð í Breka VE 61 í togararalli Hafrannsóknarstofnunar síðastliðnar vikur en svo er árlegur leiðangur stofnunarinnar alla jafna kallaður hvers tilgangur er að stofnmæla botnfisk á Íslandsmiðum. Sagt er frá þessu í máli og myndum á vef Hafrannsóknastofnunar.
Fjögur skip þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS, og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.