Mikill stormur sem gefið var nafnið Jórunn gekk yfir Norður-Noreg og hafsvæðið þar fyrir utan um síðustu helgi. Meðal þeirra skipa sem leituðu vars voru íslensku togararnir Mánaberg og Kleifaberg sem héldu sig inni á Vesturálsfirði meðan það versta reið yfir en þeir hafa verið að veiðum í norsku lögsögunni að undanförnu.
Á vef Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi er birt myndband af togurunum en þeir héldu til veiða á ný um leið og óveðrinu fór að slota. Sjá HÉR