Næstu kynslóð bráðnauðsynlegra lyfja gæti verið finna í djúpum heimshafanna. Samkvæmt frétt BBC um rannsóknir sem fara fram vestur af strönd Skotlands hafa vísindamenn fundið efnasamsetningar og  genaraðir í nokkrum sjávarlífverum og sjávarplöntum sem gæti leitt til þróunar allt frá nýjum sýklalyfjum, sem nú er mikil þörf fyrir, til krabbameinslyfja.

„Náttúran er stórkostlegur hönnuður og er sífellt að sýna á sér nýjar hliðar,“ segir dr.  Andrew Moggs hjá Skoska sjávarrannsóknarsambandinu, SAMS. Sjá nánar um þetta athyglisverða mál hér .