Á síðasta fiskveiðiári leigði íslenska ríkið út tæp 800 tonn af skötusel til fiskiskipa. Heildartekjur vegna leigunnar námu tæpum 96 milljónum króna að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Megnið af þessum leigukvóta var veiddur á fiskveiðiárinu en einhverjir nýttu sér heimildir um að flytja ákveðið hlutfall af kvótanum á  næsta fiskveiðiár. Eftir stóðu um 84 tonn óveidd sem brunnu inni. Þeir sem leigðu þessi 84 tonn til sín og höfðu greitt fyrir þau tíu milljónir króna gátu ekki nýtt þau af einhverjum ástæðum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.