Þeir sem hafa yfir kolmunnakvóta að ráða geta glaðst því Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að kolmunnakvótinn verði aukinn úr 643.000 tonnum á þessu ári í 949.000 tonn á því næsta Þetta er 48% aukning milli ára.
Þetta þýðir að Hlutdeild Íslendinga verður um 167 þúsund tonn (17,6%) samanborið við 113 þúsund tonn á yfirstandandi ári.
Sögulega lítill afli á árunum 2011 og 2012 ásamt aukinni nýliðun er talinn hafa haft þau áhrif að hrygningarstofn kolmunnans hafi næstum tvöfaldast að stærð.
Sjá einnig frétt á vef Hafrannsóknastofnunar.