Íslenska sjávarútvegssýningin var opnuð í dag. Í opnunarávarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sagði hún að í vetur leggi hún fram frumvarp um hækkun veiðigjalda.

„Okkur hefur tekist að koma á ágætu jafnvægi á milli nýtingar og verndar fiskistofna. Í sögulegu samhengi er þetta mikilvægt, því að ósjálfbærar veiðar voru stórt vandamál hér á árum áður. Með tilkomu kvótakerfisins náðum við tökum á ofnýtingu fiskistofna hér við land, en óhætt er að segja að við höfum að einhverju leyti tapað trausti almennings með tilkomu framsalsins“.

Ráðherra lagði jafnframt áherslu á langtímastefnumótun fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem taki mið af umhverfisvernd og hagkvæmri nýtingu auðlinda þar sem tillaga til þingsályktunar um verndun hafsins og frumvarp um verndarsvæði mun spila lykilhlutverk. Markmið tillögunnar er að vernda 30% hafsvæða innan efnahagslögsögu Íslands fyrir árið 2030, í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

„Í vetur mun ég leggja fram frumvarp um hækkun veiðigjalda. Endurskoðun þeirra er lykilskref í að tryggja sanngjarna hlutdeild samfélagsins í auðlindarentu sjávarútvegsins. Með hækkun veiðigjalda á tilgreindar uppsjávartegundir, stefnum við í átt að aukinni sanngirni og ábyrgð. Veiðigjöld eru jákvæð fyrir þjóðarbúið — þau stuðla að sanngirni, sjálfbærni og ábyrgri auðlindanýtingu. Þau tryggja að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni til þjóðarinnar, styrkja opinbera þjónustu og hvetja til betri og sjálfbærari nýtingar. Þetta mál eins og önnur sem ég hyggst leggja fram í vetur byggir undir traust og ábyrgð í sjávarútvegi.“

Íslenska sjávarútvegssýningin var opnuð í dag. Í opnunarávarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sagði hún að í vetur leggi hún fram frumvarp um hækkun veiðigjalda.

„Okkur hefur tekist að koma á ágætu jafnvægi á milli nýtingar og verndar fiskistofna. Í sögulegu samhengi er þetta mikilvægt, því að ósjálfbærar veiðar voru stórt vandamál hér á árum áður. Með tilkomu kvótakerfisins náðum við tökum á ofnýtingu fiskistofna hér við land, en óhætt er að segja að við höfum að einhverju leyti tapað trausti almennings með tilkomu framsalsins“.

Ráðherra lagði jafnframt áherslu á langtímastefnumótun fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem taki mið af umhverfisvernd og hagkvæmri nýtingu auðlinda þar sem tillaga til þingsályktunar um verndun hafsins og frumvarp um verndarsvæði mun spila lykilhlutverk. Markmið tillögunnar er að vernda 30% hafsvæða innan efnahagslögsögu Íslands fyrir árið 2030, í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

„Í vetur mun ég leggja fram frumvarp um hækkun veiðigjalda. Endurskoðun þeirra er lykilskref í að tryggja sanngjarna hlutdeild samfélagsins í auðlindarentu sjávarútvegsins. Með hækkun veiðigjalda á tilgreindar uppsjávartegundir, stefnum við í átt að aukinni sanngirni og ábyrgð. Veiðigjöld eru jákvæð fyrir þjóðarbúið — þau stuðla að sanngirni, sjálfbærni og ábyrgri auðlindanýtingu. Þau tryggja að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni til þjóðarinnar, styrkja opinbera þjónustu og hvetja til betri og sjálfbærari nýtingar. Þetta mál eins og önnur sem ég hyggst leggja fram í vetur byggir undir traust og ábyrgð í sjávarútvegi.“